20 bestu lögin 2006:
Sveinbjörn

20:
Transformer Di Roboter - Hi-End mp3
Trylltur elektrópopphittari sem virðist samt ekki hafa náð miklum vinsældum á árinu.

Sveinbjörn:
Þetta er svona hittari á hlaupabrettinu. Þetta er eiginlega of mikill hittari til að virka á dansgólfinu. Allt of mikið að gerast í laginu.

Björn Þór:
Ég hef ekki heyrt þetta áður, þetta er svona artí Basshunter.


19:
Black Devil - "H" Friend mp3
Eigandi útgáfufélagsins Rephlex fann þessa plötu, sem kom upprunalega út 1978, á bílskúrssölu, og eftir mikla leit fann hann tónlistarmennina á bak við þetta og fékk að gefa út.

Sveinbjörn
Viss tegund "underground" diskós hefur verið kölluð Deep Disco, en það heiti nær engann veginn að lýsa drungalegri diskóstemmningunni í þessu lagi.

Björn Þór
Þetta lag var spilað í eftirpartíinu eftir jarðarför diskósins.


18:
Feist (ásamt Gonzales) - Lovertits mp3
Electro-lounge útgáfa af peaches lagi.

Björn Þór:
Mér finnst gaman þegar svona tökulög eru gerð smekklega.

Sveinbjörn:
Það virðast vera tvær klisjur sem menn virðast detta í þegar menn ætla að gera "sniðug" ábreiðulög, það er kassagítars-eldhúspartí útgáfan og raggabjarna-swing útgáfan.

Jónína:
Hún er óþolandi hún Keira Knightley.

Björn Þór:
Akkúrat. Hún gæti aldrei samið svona kúl lag.


17:
Lilly Allen - Knock 'em out mp3
Breskt götupopp frá nýstirni ársins (skv. Birni Þór) í Bretlandi

Björn Þór:
Það er ekkert djók að reyna við hana, greinilega. Alger mannæta.

Sveinbjörn:
Já, hún mætti alveg vera kurteisari.

Björn Þór:
Hey, við erum bara að reyna við þig út af því að við erum skotnir í þér, slappaðu af! Skilaðu bjórnum mínum ef þú ætlar að vera með sand í píkunni.


16:
Regina Spektor - On The Radio mp3
Skemmtilegt Rásar 2 popp.

Björn Þór:
Gellurnar koma í röðum hjá þér! Hver er næst, Debbie Harry?

Sveinbjörn:
Þetta lag er svo fínt! Ég hef eiginlega ekkert meira um það að segja. Þetta lag og Heaven með Yusuf Islam voru uppáhalds miðaldra-hittararnir mínir þetta árið. Maður hlustar á þetta og það yljar manns innra gamalmenni.

Björn Þór:
Já, glæsilegt lag.

15:
Alden Tyrell - Voyagers End mp3
Geimdiskó.

Björn Þór:
Æji, ég vildi Debbie Harry. En ég fíla þetta lag heví mikið. Þetta var í kasettutækinu í MIR þegar geimstöðin brann í gufuhvolfinu.

Sveinbjörn:
Fyrir utan Næntísrokk og tyggjókúlureif þá hefur svona Geimdiskó verið uppáhalds tónlistarstefnan mín í ár. Ég er svona Geimdiskóari.

Björn Þór:
Alden Tyrell er annars geðveikt nafn. Gæjinn sem bjó til vélmennin í Blade Runner hét þetta.

Sveinbjörn:
Ef þið viljið meira svona þá er annar geimdiskósmellur sem rétt missti af top 20 hjá mér Bright Light, Dim Light með Bankok Impact.

14:
Sally Shapiro - I'll Be By Your Side mp3
Nýtt Ítaló diskó

B:
Geggjað! Þetta er ekkert smá authentic retró fílingur!

S:
Þau kynntust víst á Ítaló Diskó spjallborði, og ákváðu að prófa hvort að það væri hægt að gera Ítaló smell sem hljómaði alvöru og gamaldags. Þetta lag hljómar eiginlega meira alvöru og gamaldags en 20 ára gamalt Ítaló.

B:
Bíddu er þetta ekki í framtíðinni? Er þetta ekki rosalega langt í framtíðinni?

S:
Jú, Björn.


13:
Ellen Allien & Apparat - Do Not Break mp3
Melódískt teknó.

Sveinbjörn:
Þetta er alveg epískt teknó. Meistarastykki, jafnvel.

Björn Þór:
Ef Michael Jackson og Quincy Jones væru að gera minimal techno saman þá myndi það hljóma nokkurn veginn svona.

12:
The Killers - When You Were Young (Jaques Le Cont's Thin White Duke Radio Edit) mp3

Sveinbjörn:
Þetta er alvöru handboltarokk. Eða kannski Amerískur-fótboltirokk. Þetta er eitthvað svona sem þú hlustar á í pallbílnum á leiðinni frá fótboltaleiknum þar sem liðið þitt rústaði liðinu úr smábænum við hliðiná. Svolítið sambærilegt og Your Love með The Outfield. Þetta er ekkert svakalega töff, og þeir misstu svolítið kúlið hjá tónlistarelítunni með þessarri plötu, en ég fíla þetta lag samt. Þegar ég heyri það þá langar mig til að hlaupa og gera armbeygjur.

Björn Þór:
Markverðir í handbolta eru asnalegir. Þetta er algjört svona Budweiser auglýsingalag í hálfleik. Þeir mega kannski taka því rólega með U2 fílinginn. En flott rímix, þó.


11:
Junior Boys - In The Morning mp3
Tæknivætt popp.

Sveinbjörn:
Þetta er einstaklega nútímalegt lag, og plata.

Björn Þór
... Og rosalega fallegt lag, segi ég.

Sveinbjörn:
Ég sé fyrir mér þetta lag sem undirspilið í ástaratriðinu í Rómeó og Júlíu, ef þau væru bæði leikin af vélmennum.

Björn Þór:
Og ég er viss um að tölvunni líður vel þegar þú spilar þetta í iTunes.

10:
Zero 7 - The Pageant of The Bizarre mp3
Tripphoppuð frönsk sveitarómantík

Sveinbjörn:
Ég var ekkert að fíla Zero 7 fyrst í stað. Þeir voru svo svakalega mikið að elta Air í einu og öllu. Svo eru þeir eiginlega bara orðnir betri í að gera svona Air músík en Air sjálfir.

Björn Þór:
Föðurbetrungar. Hún SIA, sem syngur í þessu lagi, hefur gert meiriháttar sólóstöff. Þetta er mjög lekkert lag.

9:
Band of Horses - The Funeral mp3
Epískur táratosari.

Sveinbjörn:
Við erum aftur komin í pallbílinn á leiðinni frá ameríska fótboltaleiknum, en í þetta skiptið dó einhver á vellinum.

Björn Þór:
Já, og það er snjókoma.

Sveinbjörn:
Þetta er sterkur kandídat í mánudagslag ársins.

8:
The Field - Over The Ice mp3
Teknó eins og það gerist fallegast.

Ritstjórnin situr þögul og kinkar kolli í takt

7:
Pétur Ben - White Tiger mp3
Rokk.

Sveinbjörn:
Pétur Ben er Lay Low þessa árs. Það eru allir að segja það, nema Lay Low. Hún vill meina að Lay Low sé Lay Low þessa árs.

Björn Þór:
Helvítis nöldur í henni alltaf.

Sveinbjörn:
Ég sá hann spila sólótónleika á kassagítar á árinu, og maðurinn er með alveg magnað karisma á sviði.

6:
David & The Citizens - Now She Sleeps in a Box in the Good Soil of Denmark mp3
Dramatískt sænskt kassagítarpopp.

Leikþáttur hefst:

Sviðið er myrkvað. Veggspjöld með The Cure, Mr. T og Panic! At The Disco þekja veggina. Það rignir.

Björn Þór:
Djöfull geturðu verið emo stundum.

Sveinbjörn:
Þegiðu. Þú ert ekki alvöru mamma mín. Láttu mig vera. Ég er að mála mig.

Sveinbjörn grætur útí horni. Maskari og eyeliner leka útum allt. Björn dæsir og nær í moppuna.

Tjaldið.

5:
Justin Timberlake ásamt T.I. - My Love mp3
Poppað Bítboxtrans á vergangi.

Sveinbjörn:
Verandi frægur tónlistarbloggari, þá fékk ég senda jólagjöf frá Justin. Ég var ótrúlega kátur þangað til að ég opnaði pakkann. Mér hryllti við það sem ég sá. Hann var búinn að senda mér líffæri.

4:
The Knife - Silent Shout mp3
Drungalegt sænskt rafpopp

Björn Þór:
Er þetta ekki The Knife? HVAR ERU STÁLTROMMURNAR!?

Sveinbjörn:
Þetta er lag sem vex og vex.

Björn Þór:
Stáltrommur eru hinar nýju kúabjöllur. Ég er viss um að Tim Burton sé að fíla The Knife.

3:
Vitalic - You Are My Sun mp3
Gleðiteknó

Sveinbjörn:
Þetta er hressasta lag ársins.

Björn Þór:
Þetta er gæjinn sem lét mig fatta það að Teknó gæti verið góð músík, að þetta væri ekki bara kófsveitt glitprikatónlist.


2:
Hot Chip - And I Was A Boy From School mp3
Popp

Björn Þór:
Þetta er ekkert smáááá flott lag.

Sveinbjörn:
Hot Chip voru alltaf heimsfrægir á íslandi. Þeir vöktu svo mikla lukku á Airwaves '04 að þeir urðu að einhverju poppfyrirbæri hérna heima. Þeir komu aftur og héldu tónleika og voru að fíla ísland í ræmur út af því að hérna voru þeir poppstjörnur. Svo meikuðu þeir það með nýju plötunni. Þetta lag átti bara sumarið 2006. Svo var reyndar eitthvað annað lag sem maður hlustaði mikið á á svipuðum tíma, með einhverjum körfuboltaleikara. Man ekki hvað það heitir.

Björn Þór:
Ha já það lag? Einmitt. Man ekkert eftir því. Mental með Patrick Ewing?

Sveinbjörn:
Insane með Larry Bird?

Björn Þór:
Vitskertur með Jóni Arnóri Stefánssyni?

Sveinbjörn:
Nei... Allavega. Það var ömurlegt lag. Ég fílaði það aldrei. *hóst*



1:
Booka Shade - In White Rooms mp3
Electrotechousenurave

Sveinbjörn:
Það er kannski hálf kjánalegt að segja það, en þegar ég heyrði þetta lag fyrst (á dansgólfinu, að sjálfsögðu), þá fattaði ég almennilega að danstónlist væri að koma aftur með krafti.
Þetta er svona músík sem sameinar gömlu teknóhausana og alla indí krakkana sem eru búin að vera detta inn í elektróið. Öll platan með Booka Shade, Movements, er svona mögnuð.

Björn Þór:
Af hverju var ekki búið að semja þetta lag fyrr? Þetta er svo mikil einföld snilld, líkt og Yesterday með Bítlunum. Þó að lögin séu svosem ekkert lík. Gæjarnir í Booka Shade eru Paul & Linda McCartney danstónlistarinnar.


Booka Shade halda tónleika á íslandi 17. janúar á Gauknum

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Of mikið teknó eitthvað. Ekki bara hér, heldur á öllum.fokkings.stöðunum líka.

Fólk sem hataði teknó finnst það svo fínt núna.
Bdvööö teknó. Ullabjakk.

Ég sakna daganna þegar teknóið bjó á Selfossi og á Diablo í Austurstræti.

p.s. ætla að hlusta á allt teknóið ykkar. Kem svo kannski með ykkur á djammið.
Jonina de la Rosa sagði…
búúúú!!!
ég fíla teknó... gó teknó.... gó sveinbjörn... ég fíla þín 20 mikklu meira en hjá bob... búúú á rokk... bjakk...mér finnst rokk vera eins og of mikið af hári í einum munnbita...
Bobby Breidholt sagði…
Jónína, ég vil skilnað.
Nafnlaus sagði…
æi nei ....
ok... djók...
fyrirgefðu 1000 sinnum...
topp 20 þín eru yndisleg... alveg eins og þú...
ég skal taka þetta hesta-der af hausnum á mér...

og hananú...
Sveinbjorn sagði…
Jónína: Drop that Zero and get with the Hero! Teknó er tónlist ástarinnar árið 2007 og ef Björn Þór skilur það ekki átt þú betur skilið, og ættir að skilja. Skiluru?
Nafnlaus sagði…
Takk fyrir frábæra síðu. Það er gaman fyrir 36 ára starfsmann hjá fjármálafyrirtæki að kynnast skemmtilegri tónlist gegnum ykkur. Búinn að lóda niður báðum listunum og finnst margt frábært þarna. Ég mun fylgjast áfram með ykkur. S.
Jonina de la Rosa sagði…
no comment... Björn er HERO... hann sagði það sjálfur um daginn þegar hann var að kaupa fisk...

"Jónina mundu eitt.... ÉG er HERO....!!!"
Bobby Breidholt sagði…
Anonymous fjármálagæji:

Takk! Gaman að heyra. Losaðu nú bindið og hossaðu oná skrifborðsstólnum.
steiniofur sagði…
næs listi

eru booka shade ekki annars 19.jan?

well takk fyrir mig

Vinsælar færslur