Humpday

A)
The Earlies gáfu út hina yndislegu plötu "These Were..." árið 2004 og var hún dýrðlegt eyrnakonfekt, sérstaklega lagið "Morning Wonder" sem enn sefur mjúkum svefni í höfði mér. En þessir kappar eru hressir að henda út nýrri plötu. Hún heitir "The Enemy Chorus" og ég mun bíta frá mér í röðinni í plötubúðinni. Hér er nasaþefur:
The Earlies - 'No Love in Your Heart' mp3

B)
Hér er ómþýtt instrumental lag með bandi sem heitir Feathers. Ég rakst á þá á Last FM og veit fjandakornið ekkert um þá.
Feathers - 'My Apple Has Four Legs' mp3

C)
Og af því það er litli laugardagur...

Sko. Annaðhvort er þetta hallærislegasta Evróvisjóntekknóband sem Austurríki hefur af sér alið EÐA að þetta er svakalega hipp lið sem er að búa til geggjað nútíma-Ítaló. Ég þori satt að segja ekki að gúggla til að sjá. Ég vil leyfa ráðgátunni að lifa.
Le Sport - 'Your brother is my only hope' mp3

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Já, á plötu með þeim. Þeir eru fyndnir. Og sænskir, einsog flest annað gott í dag.

Og svo eru þeir líka hættir. Pfff.
egillhardar sagði…
Ég er mjög spenntur fyrir The Earlies. Ef þú ætlar að bíta þá kem ég með pabba minn með mér í plötubúðina.
Bobby Breidholt sagði…
Hehe, OK. ég skal bíta hann bláan.

Vinsælar færslur