Randy California



Fátt að segja um þetta lag. Það er gott og afslappað og röddin er sjarmerandi. Skemmtileg endurtekningin á hljómaganginum og afturábak sítarsóló er alltaf viðeigandi í sólbökuðum rólegheitalögum.

Randy California - 'Devil' mp3

Randy á sér áhugaverða sögu. Hann spilaði með Jimi Hendrix, en rétt missti af því að vera í The Experience. Hann stofnaði hipparokkbandið Spirit og Jimmy Page stal riffi frá honum og gerði úr því Stairway to Heaven. En það kemur auðvitað ekkert á óvart, því Page er einhver mesti þjófur tónlistarsögunnar. Þeir sem efast um það ættu að tékka á Bert Jansch. En það er önnur saga. Randy mætti svo skaparanum þegar hann bjargaði syni sínum frá drukknun. Sonurinn komst af en grey Randy hvarf í brimið.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Jansch grínaðist með Black Water Side þegar ég sá hann á ATP.

Sagðist ætla að taka Led Zeppelin cover.

Það var fyndið.
Bobby Breidholt sagði…
Já og ertu ekki að grínast með að nenna varla að breyta nöfnunum?

Sömu nótur, semi-sömu nöfn-
"Black Mountain Side" vs. "Blackwater Side"

Vinsælar færslur