Ghostland Yada Yada



Ghostland Observatory koma frá Austin, Texas og því væri ég illa svikinn ef þeir eru ekki einmitt núna að hjúkra þynnku eftir SXSW hátíðina. Það er hundleiðinlegt að vélrita nafnið þeirra, en hreinn unaður að hlusta á tónlistina þannig að ekki blóta, heldur dánlóta.

Þetta lag hljómar svo mikið einsog lag með Genesis á níunda áratugnum að þetta er næstum því coverlag. Maður sér Phil Collins fyrir sér að syngja þetta rauður og sveittur á skallanum. Alveg bombastískar trommur með löðrandi eitís-reverb.
Ghostland Observatory - 'The Band Marches On' mp3

Þetta er meira móðins. Instrumental töffaraskapur. Eflaust fílingur að krúsa undir neonljósum við þetta.
Ghostland Observatory - 'Holy Ghost White Noise' mp3

Platan þeirra, Robotique Majestique er nýkomin út.

Ummæli

odi hattarinn sagði…
Bobby hæ, ég gleymdi að segja þér hvað mér finnst þú skemmtilegur. Þetta er bara hún Lóa litla kærastan hans Árna stóra.
Bobby Breidholt sagði…
Hehe takk takk litla mín. Bið að heilsa þeim stóra.

Vinsælar færslur