Millibilsástand

Þá er maður að þerra sósuna sem vætlar útúr eyrunum eftir einhver mestu svalljól í manna minnum. Nota ég eyrnapinna til þess brúks.

Býð ég hér nokkrar síðbúnar jólagjafir sem okkur hafa borist undanfarna daga. Ef löngun er til, má dansa af sér laufabrauðið með þessar gersemar í gangi. Að minnsta kosti má brenna einum eða tveimur Nóakonfektmolum með því að kinka kolli í takt, eða að slá bítið með fætinum undir skrifborðinu.

Annars er það að frétta að ég hef töfrað fram mitt annað áramótamix með diskóþema. Þannig að fylgist með því á morgun. Ætli við klömbrum ekki líka saman einhverskonar uppgjöri eða annál. Það gæti líka verið ein frétt í viðbót varðandi bloggið sjálft, en þeim tíðindum yrði þá bara skúbbað inn án viðvörunar.

En að góssinu:

Munk dúndrar á okkur grúfuðu djammi. Klukkutími og meira til af unaði og mjaðmahnykkjum.
Munk - 'Xmas Mix' mp3
1:18:38 - 108mb

Stuttir tónleikar með hinum geggjuðu Who Made Who frá Kaupmannahöfn. Ef þú varst á staðnum þegar þeir trylltu Gaukinn á Airwaves hér um árið, þá veistu við hverju má búast.
Who Made Who á tónleikum mp3
20:19 - 46.5mb

Og svo eitt fyrir ströndina frá Tólfunum:
The Twelves - 'Be My Crush' (Cicada's B-LIVE Rio_Mix) mp3

Ummæli

Vinsælar færslur