Ástareldar

Ég var að strauja tölvuna um daginn og er því soldið að leyfa itunes að leika lausum hala. Að enduruppgvöta lög og þvíumlíkt. Bogdan Irkük og PJ Pooterhoots eru til að mynda með smávægileg kommbökk.



En hún Petra Haden datt inn með þetta angurværasta lag sem þú munt heyra í dag. Hún tekur Stevie Wonder vangadanshittarann 'I Believe' og gerir úr honum mjúka sæng til að kúra í. Alveg ynnndislegt.

Annars er Petra þessi þekktust fyrir acappella tónlist sína, þar sem hún tekur cover á popplögum með því að syngja allar raddir og hljóðfæri sjálf. Til dæmis coveraði hún plötu the Who, 'The Who Sell Out' með þessum hætti. Grafið upp 'I Can See For Miles'.

En hér er unaðurinn:

» Petra Haden & Bill Frisell - "I Believe"

Ummæli

Vinsælar færslur