Soil & "PIMP" Sessions

Soil & "PIMP" Sessions er japönsk 6 manna djass-sveit sem spila sína eigin útgáfu af djass sem þeir kalla "death jazz". Þeir risu til frægðar í Japan gegnum kraftmiklar framkomur á klúbbum Tokyo-borgar og var boðið að spila á stærstu útihátíð Japans, Fuji Rock Festival, árið 2003 meðan þeir höfðu ekki fengið samning við plötufyrirtæki en það þekkist varla. Það sem fylgdi í kjölfarið var svokallað "bidding war" hjá stærstu útgáfunum en á endanum skrifuðu þeir undir hjá Victor sem er eitt ef elstu og stærstu plötufyrirtækjunum í Japan.



Þeir gáfu út fyrstu plötuna sína "Pimpin'" næsta ár og svo fylgdu smáskífur og plötur með reglulegu millibili þar til plata með þeim komst í hendur á Gilles Peterson og þá fóru hjólin að snúast utan landsteina Japans og hann gaf út plötu þeirra "Pimp Master" í Evrópu síðla árs 2006.



Frá 2005 hafa þeir vanið komur sínar til Evrópu og túrað minnst einu sinni ári. Nú er komið að því að þeir eru að fara að kynna nýjustu plötu sína "6" í Evrópu og munu þeir því spila á tónleikum í Belgíu og á nokkrum stöðum um England. Hér eru dagsetningarnar, mæli hiklaust og ítrekað með því að þeir sem eru staddir í nágrenni við tónleikastaðina að sjá þá á tónleikum. Eitt besta tónleikaband sem ég veit um.

18 júlí / Belgía - Gent Jazz Festival
21 júlí / UK Birmingham - Hare And Hounds
22 júlí / UK London - Jazz Cafe
23 júlí / UK Charton Park - WOMAD Charlton Park 2010

Hér er smá "taster" af við hverju er að búast, upptaka af tónleikum þeirra í London árið 2008 sem að Gilles Peterson setti upp á hlaðvarpið sitt fyrir túrinn þeirra í fyrra.

» Soil & "PIMP" Sessions - Live @ The Roundhouse / Bush Hall

Ummæli

Vinsælar færslur